Jökulsárlón er stórt jökullón við rætur Breiðamerkurjökuls í suðurhluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Lónið er friðlýst sem hluti af Vatnajökulsþjóðgarði m.a. með það að markmiði að „vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar svæðisins og gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess og sögu.“[1] Úr lóninu rennur Jökulsá á Breiðamerkursandi.
Lónið stækkar eftir því sem Breiðamerkurjökull hopar, en það er nú um 25 km2. Dýpt lónsins mældis 284 metrar árið 2009[2] en dýpt rennunnar sem Breiðamerkurjökull liggur í teygir sig um 300 metra undir sjávarmál samkvæmt íssjármælingum.[3] Jökulsárlón er dýpsta vatn landsins.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.